Föstudagur, 10. ágúst 2007
Símatími upplýsinga og tæknisviðs Sjónstöðvarinnar
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
Zoomtext á tveim skjám er ósk sem rættist
Rakst á ágætis grein sem ég fékk leyfi til þýða eftir Cathy Gettel, en greinin fjallar um Dual Monitor eiginleikan í Zoomtext 9.1.
Zoomtext á tveim skjám er ósk sem rættist !
Grein eftir Cathy Gettel.
Ég hef notað Zoomtext í tvö ár og líkt og mörg ykkar þá hefur mig alltaf langað til að geta átt kost á því að sjá meira af efninu sem ég er að vinna með. Ég vil hafa skjástækkunina nægjanlega mikla til að ég geti lesið, en samt sem áður vil ég hafa eins mikla yfirsýn yfir skjalið eins og kostur er. Ég vil fá hvoru tveggja ! Mér til mikillar ánægju þá hefur AI Squared núna gert mér þetta kleift. Með tilkomu Zoomtext 9.1, þá get ég tengt tvo skjái við tölvuna mína og séð tvisvar sinnum meira en ég gerði áður. Ég get sagt ykkur það að þetta hefur markað þáttaskil í mínu lífi. Ég vinn með gríðarlega stór Excel skjöl sem innihalda upplýsingar um sölutölur. En í þessum skjölum koma einnig fram í sér dálkum nöfn fyrirtækja, mánaðarleg sala, árleg sala og glósur. Þetta gerir það að verkum að ég hef hingað til þurft að hreyfa til skjámyndina talsvert mikið sökum skjástækkunarinnar. Í útgáfu 9.1 af Zoomtext get ég notað Dual Monitor eiginleikann sem kallaður er Span View og séð alla dálkana samtímis. Það skal tekið fram að ég nota x2 stækkun í Zoomtext.Ef þú hefur ekki kynnst Dual Monitor eiginleikanum þá ertu kannski að velta fyrir þér: Hvernig virkar það? Ímyndaðu þér tvo skjái hlið við hlið á skrifborðinu þínu sem vinna eins og einn skjár og þannig stækka skjámyndina um helming. Zoomtext hugbúnaðurinn sér um að skipta stækkuðu skjámyndinni milli beggja skjáanna sjálfkrafa. Það eina sem notandinn þarf að gera er að dást að útsýninu. Myndin hér fyrir neðan mun hjálpa þér að skilja betur hvað Dual Monitor Span View getur gert fyrir þig.

Stundum vinn ég teymisvinnu með samstarfsmönnum mínum, til dæmis við að skrifa fréttabréf og bæklinga fyrir okkar fyrirtæki. Þá sitjum við hlið við hlið fyrir framan tölvuna. Með einum flýtilykli þá get ég skipt um tegund af skjástækkun þannig að aðeins annar skjárinn sýni skjástækkun en hinn skjárinn sýni enga skjástækkun. Þessi stilling er kölluð 1x View. Þannig get ég haft þá skjástækkun sem ég þarfnast á meðan vinnufélagi minn er með slökkt á skjástækkuninni á þeim skjá sem hann horfir á.
Ég get líka valið Clone View stillinguna, sem er mjög gagnleg þegar verið er að kenna notendum á Zoomtext hugbúnaðinn. Með Clone View, þá sýna báðir skjáirnir sömu stækkuðu skjámyndina. Ég get því snúið öðrum skjánum að nemandanum og hinum skjánum að mér. Þetta gerir kennsluna mun auðveldari, því það er ekki mjög þægilegt þegar bæði kennari og nemandi þurfa báðir að sitja hlið við hlið til að geta nýtt sér skjástækkunina.
Til að geta nýtt þér Dual Monitor eiginleikan í Zoomtext, þá þarftu að vera með annað hvort Windows XP eða Windows Vista stýrikerfi á tölvunni þinni. Þú þarft einnig að vera með svokallað dual head skjákort í tölvunni, sem gerir þér kleift að tengja tvo skjái við skjákortið, eða tvö sjálfstæð skjákort í tölvunni. Til að tengja tvo skjái við ferðatölvu sem tengd er við vöggu, svokallaða docking station, þá þarf vaggan að geta tekið á móti tveimur skjáköplum. Það er alger draumur að geta sett ferðatölvuna í vögguna og kveikt á báðum skjáunum mínum á morgnanna, sérstaklega þegar haft er í huga hversu smáir skjáirnir á flestum ferðatölvum eru. Ef þú hefur áhuga á að auka skilvirkni og afköst í þinni tölvuvinnu þá ættirðu að prófa nýja Dual Monitor eiginleikan í Zoomtext. Í Span View stillingunni þá sérðu meira af stækkuðu skjámyndinni. Clone View og 1x View bjóða svo upp á fyrirtaks kennslu eða samstarfsumhverfi í tölvuvinnu, hvort sem viðkomandi er sjónskertur eður ei.
Zoomtext 9.1 hugbúnaðurinn er til sölu hjá Örtækni, www.ortaekni.is
Nánari upplýsingar um AI Squared fyrirtækið og Zoomtext 9.1 er að finna á heimasíðu fyrirtækisins, www.aisquared.com
Cathy Gettel annast samskipti við byrgja hjá AI Squared fyrirtækinu. Hún hefur mikla reynslu á þessu sérhæfða sviði tölvubúnaðar en er ekki sjónskert sjálf. Hún notar Zoomtext daglega í sinni vinnu.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
Mono-Músin frá Bierley fyrirtækinu og BigReader
Á síðastliðnu ári kom sjóntækjafræðingur Sjónstöðvarinnar að máli við mig til að ræða lestæki sem stöðin hafði ekki prófað áður. Um var að ræða tæki sem lítur út eins og tölvumús og er tengt með SCART snúru við sjónvarp. Tækið heitir Mono-Mouse og er framleitt af Bierley fyrirtækinu í Englandi. Ian Bierley, stofnandi fyrirtækisins, fékk áhuga á þessari tegund vara þegar móðir hans greindist með gláku. En sökum þessa, var nauðsynlegt fyrir hana að notast við skjástækkun þegar hún las prentaðan texta. Ian komst að þeirri niðurstöðu að best væri að hafa tæki sem einfalt væri að nota, tækið þyrfti að vera eins ódýrt og kostur væri og það þyrfti að sjálfsögðu að geta stækkað hvað sem var. Við tók þróunarferli sem á endanum gat af sér Mono-Músina. Músin varð mjög fljótlega vinsæl í Englandi.

Mono-Músin er kærkomin viðbót við þessa flóru af tækjabúnaði. Í fyrstu tóku sjóntækjafræðingar í Englandi músinni fagnandi vegna þess hve hagkvæm hún var í innkaupum, en nú hefur viðhorfið breyst. Staðreyndin er sú að Mono-Músin býður upp á mjög skýra skjástækkun og það er einfaldlega bónus hversu hagkvæm hún er í samanburði við stóru CCTV lestækin.

Þriðjudagur, 3. júlí 2007
Dolphin Computer Access setur á markað útgáfu 8 af sínum vörum

Mánudagur, 2. júlí 2007
Poet Compact lestækið í prófunum í allt sumar
Sú ákvörðun var tekin um daginn að Poet Comptact lestækið, eða "skáldið" eins og gárungar hafa kosið að kalla það, verður í prófunum hjá Blindrafélaginu fram í ágúst lok. Áhugasamir eru eindregið hvattir til að koma við á skrifstofu Blindrafélagsins og fá að prófa "skáldið".
Kveðja, tölvupúkinn.
Mánudagur, 25. júní 2007
Poet Compact lestækið tekið til prófunar
Þessa dagana er verið að prófa lestæki á Sjónstöðinni, Poet Compact. Tækið lítur út eins og venjulegur tölvuskanni, eða skimi, en þetta tæki er með innbyggðum talgervli. Þannig að notandi setur blað með prentuðum svartleturstexta í tækið og styður á hnapp. Þá hrekkur "skáldið" í gang og les textann á blaðinu. Hægt er að breyta leshraða, tengja heyrnartól við það og ýmislegt fleira. Tækið verður í prófun hjá Blindrafélaginu næstkomandi vikur og öllum er frjálst að koma þar við og fá að prófa gripinn. Enn sem komið er, er ekki kominn íslenskur talgervill (Ragga) í tækið en hugmyndin er sú að ef tækið reynist vel þá verði farið í þá vinnu að þýða allar valmyndir í tækinu og setja íslenskan talgervil inn á vélina. Nánari frétta er að vænta af þessum prófunum á næstu vikum.
Tölvur og tækni | Breytt 27.6.2007 kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 24. júní 2007
Bloggsíða Upplýsinga og Tæknisviðs Sjónstöðvar Íslands
Undanfarna mánuði hef ég fjallað um ýmis tæknimál á blogginu mínu, valerian.blog.is. Þar sem þær umfjallanir virðast fá lesningu finnst mér rétt að UT Sviðið sé með sitt eigið blogg. Á þessu bloggsvæði verður áframhald á þeirri tækniumræðu sem og einnig fjallað um þá þjónustu sem að Upplýsinga og Tæknisvið Sjónstöðvarinnar veitir sínum notendum.
Hlynur Már.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)