Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Dolphin Computer Access setur á markað útgáfu 8 af sínum vörum

Mynd: Dolphin kassi útgáfa 8Í dag var sett á markað útgáfa 8 af eftirfarandi vörum frá Dolphin Computer Access:Supernova, LunarPlus, Lunar og HAL. Allar útgáfur 8 styðja Windows Vista og eru því Dolphin menn fyrstir í heiminum til að selja hugbúnað sem býður upp á fullkominn skjástækkunar og skjálestrar búnað sem styður Windows Vista. Ekki skiptir máli hvaða útgáfu af Windows Vista notendur hafa keypt sér því að Dolphin vörurnar virka jafnt á allar tegundir. HAL og Supernova eru með 16 tungumál innbyggð: Bresku, Bandarísku, Arabísku, Króatísku, Tékknesku, Hollensku, Finnsku, Frönsku, Þýsku, Grísku, Íslensku, Ítölsku, Pólsku, Spænsku, Sænsku og Velsku. En þá er átt við það notandaviðmót sem hægt er að velja um í hugbúnaðinum.  Allir notendur sem eiga útgáfu 7 af Dolphin hugbúnaði geta fengið fría uppfærslu upp í útgáfu 8 með því að hafa samband við endursöluaðila Dolphin á Íslandi, http://www.ortaekni.is/ Ein af mörgum sniðugum nýjungum í útgáfu 8 er sá möguleiki að niðurhala reynsluútgáfu af hugbúnaðinum frá heimasíðu Dolphin Computer Access, http://www.yourdolphin.com/ , og ef þér líst vel  á búnaðinn þá er hægt kaupa eintak í gegnum Örtækni. Þegar útgáfan er keypt þá fær notandi sendan serial kóða sem hægt er að nota til að virkja Dolphin vöruna í gegnum Internetið. Þess vegna er ekki nauðsynlegt að setja hugbúnaðinn upp aftur, heldur er notast við sömu uppsetningu og niðurhalað var af vefsvæði Dolphin. Dolphin menn hafa tekið saman algengar spurningar og svör vegna Windows Vista á eftirfarandi tengli: http://www.yourdolphin.com/dolphin.asp?id=94 Kveðja, tölvupúkinn.

Poet Compact lestækið í prófunum í allt sumar

Sú ákvörðun var tekin um daginn að Poet Comptact lestækið, eða "skáldið" eins og gárungar hafa kosið að kalla það, verður í prófunum hjá Blindrafélaginu fram í ágúst lok. Áhugasamir eru eindregið hvattir til að koma við á skrifstofu Blindrafélagsins og fá að prófa "skáldið".

Kveðja, tölvupúkinn.


Poet Compact lestækið tekið til prófunar

Mynd: Poet CompactÞessa dagana er verið að prófa lestæki á Sjónstöðinni, Poet Compact. Tækið lítur út eins og venjulegur tölvuskanni, eða skimi, en þetta tæki er með innbyggðum talgervli. Þannig að notandi setur blað með prentuðum svartleturstexta í tækið og styður á hnapp. Þá hrekkur "skáldið" í gang og les textann á blaðinu. Hægt er að breyta leshraða, tengja heyrnartól við það og ýmislegt fleira. Tækið verður í prófun hjá Blindrafélaginu næstkomandi vikur og öllum er frjálst að koma þar við og fá að prófa gripinn. Enn sem komið er, er ekki kominn íslenskur talgervill (Ragga) í tækið en hugmyndin er sú að ef tækið reynist vel þá verði farið í þá vinnu að þýða allar valmyndir í tækinu og setja íslenskan talgervil inn á vélina. Nánari frétta er að vænta af þessum prófunum á næstu vikum.


Bloggsíða Upplýsinga og Tæknisviðs Sjónstöðvar Íslands

Undanfarna mánuði hef ég fjallað um ýmis tæknimál á blogginu mínu, valerian.blog.is. Þar sem þær umfjallanir virðast fá lesningu finnst mér rétt að UT Sviðið sé með sitt eigið blogg. Á þessu bloggsvæði verður áframhald á þeirri tækniumræðu sem og einnig fjallað um þá þjónustu sem að Upplýsinga og Tæknisvið Sjónstöðvarinnar veitir sínum notendum. 

Hlynur Már.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband