Færsluflokkur: Tölvur og tækni
Þriðjudagur, 3. júlí 2007
Dolphin Computer Access setur á markað útgáfu 8 af sínum vörum
Mánudagur, 2. júlí 2007
Poet Compact lestækið í prófunum í allt sumar
Sú ákvörðun var tekin um daginn að Poet Comptact lestækið, eða "skáldið" eins og gárungar hafa kosið að kalla það, verður í prófunum hjá Blindrafélaginu fram í ágúst lok. Áhugasamir eru eindregið hvattir til að koma við á skrifstofu Blindrafélagsins og fá að prófa "skáldið".
Kveðja, tölvupúkinn.
Mánudagur, 25. júní 2007
Poet Compact lestækið tekið til prófunar
Þessa dagana er verið að prófa lestæki á Sjónstöðinni, Poet Compact. Tækið lítur út eins og venjulegur tölvuskanni, eða skimi, en þetta tæki er með innbyggðum talgervli. Þannig að notandi setur blað með prentuðum svartleturstexta í tækið og styður á hnapp. Þá hrekkur "skáldið" í gang og les textann á blaðinu. Hægt er að breyta leshraða, tengja heyrnartól við það og ýmislegt fleira. Tækið verður í prófun hjá Blindrafélaginu næstkomandi vikur og öllum er frjálst að koma þar við og fá að prófa gripinn. Enn sem komið er, er ekki kominn íslenskur talgervill (Ragga) í tækið en hugmyndin er sú að ef tækið reynist vel þá verði farið í þá vinnu að þýða allar valmyndir í tækinu og setja íslenskan talgervil inn á vélina. Nánari frétta er að vænta af þessum prófunum á næstu vikum.
Tölvur og tækni | Breytt 27.6.2007 kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 24. júní 2007
Bloggsíða Upplýsinga og Tæknisviðs Sjónstöðvar Íslands
Undanfarna mánuði hef ég fjallað um ýmis tæknimál á blogginu mínu, valerian.blog.is. Þar sem þær umfjallanir virðast fá lesningu finnst mér rétt að UT Sviðið sé með sitt eigið blogg. Á þessu bloggsvæði verður áframhald á þeirri tækniumræðu sem og einnig fjallað um þá þjónustu sem að Upplýsinga og Tæknisvið Sjónstöðvarinnar veitir sínum notendum.
Hlynur Már.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)