Þriðjudagur, 3. júlí 2007
Dolphin Computer Access setur á markað útgáfu 8 af sínum vörum
Í dag var sett á markað útgáfa 8 af eftirfarandi vörum frá Dolphin Computer Access:Supernova, LunarPlus, Lunar og HAL. Allar útgáfur 8 styðja Windows Vista og eru því Dolphin menn fyrstir í heiminum til að selja hugbúnað sem býður upp á fullkominn skjástækkunar og skjálestrar búnað sem styður Windows Vista. Ekki skiptir máli hvaða útgáfu af Windows Vista notendur hafa keypt sér því að Dolphin vörurnar virka jafnt á allar tegundir. HAL og Supernova eru með 16 tungumál innbyggð: Bresku, Bandarísku, Arabísku, Króatísku, Tékknesku, Hollensku, Finnsku, Frönsku, Þýsku, Grísku, Íslensku, Ítölsku, Pólsku, Spænsku, Sænsku og Velsku. En þá er átt við það notandaviðmót sem hægt er að velja um í hugbúnaðinum. Allir notendur sem eiga útgáfu 7 af Dolphin hugbúnaði geta fengið fría uppfærslu upp í útgáfu 8 með því að hafa samband við endursöluaðila Dolphin á Íslandi, http://www.ortaekni.is/ Ein af mörgum sniðugum nýjungum í útgáfu 8 er sá möguleiki að niðurhala reynsluútgáfu af hugbúnaðinum frá heimasíðu Dolphin Computer Access, http://www.yourdolphin.com/ , og ef þér líst vel á búnaðinn þá er hægt kaupa eintak í gegnum Örtækni. Þegar útgáfan er keypt þá fær notandi sendan serial kóða sem hægt er að nota til að virkja Dolphin vöruna í gegnum Internetið. Þess vegna er ekki nauðsynlegt að setja hugbúnaðinn upp aftur, heldur er notast við sömu uppsetningu og niðurhalað var af vefsvæði Dolphin. Dolphin menn hafa tekið saman algengar spurningar og svör vegna Windows Vista á eftirfarandi tengli: http://www.yourdolphin.com/dolphin.asp?id=94 Kveðja, tölvupúkinn.
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
Ég vil vekja athygli á því að Zoommtext 9,1 fyrir Windows Vista er búið að vera á markaðnum síðan Vista var gefið út, fyrst í beta útgáfu, en nú fullgert.
Ég hef notað Windows vista og Zoomtext síðan í febrúar. Það voru byrjunarörðugleikar í fyrstu, en nú fæ ég ekki betur séð en þeir séu allir að baki.
Páll E Jónsson (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 14:26
Já, ég einmitt kynnti það á hinu blogginu mínu þegar það kom út: www.valerian.blog.is En fréttir af tæknimálum verða framvegis færðar inn á þessari síðu.
Sjónstöð Íslands, 3.7.2007 kl. 15:40
Það er nefnilega það!
En Hlynur minn, þá er stóra spurningin þessi.
ER Raggan innifalin og þá HEILBRIGÐ, SKÝR OG VELVAKANDI útgáfa af henni!?
Þyrftir að komast að því sem fyrst, nema þú vitir það þá nú þegar?
Magnús Geir Guðmundsson, 5.7.2007 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.