Mono-Músin frá Bierley fyrirtækinu og BigReader

Mynd: Mono Músin frá BierleyÁ síðastliðnu ári kom sjóntækjafræðingur Sjónstöðvarinnar að máli við mig til að ræða lestæki sem stöðin hafði ekki prófað áður. Um var að ræða tæki sem lítur út eins og tölvumús og er tengt með SCART snúru við sjónvarp. Tækið heitir Mono-Mouse og er framleitt af Bierley fyrirtækinu í Englandi. Ian Bierley, stofnandi fyrirtækisins, fékk áhuga á þessari tegund vara þegar móðir hans greindist með gláku. En sökum þessa, var nauðsynlegt fyrir hana að notast við skjástækkun þegar hún las prentaðan texta. Ian komst að þeirri niðurstöðu að best væri að hafa tæki sem einfalt væri að nota, tækið þyrfti að vera eins ódýrt og kostur væri og það þyrfti að sjálfsögðu að geta stækkað hvað sem var. Við tók þróunarferli sem á endanum gat af sér Mono-Músina. Músin varð mjög fljótlega vinsæl í Englandi.

Mynd: Mono-Músin tengd við sjónvarpUm 70% af sjónskertum einstaklingum eru yfir 75 ára aldri í Englandi og þess vegna var nauðsynlegt að tækið væri ódýrt og einfalt í notkun. En ekki allir notendur hafa mikinn áhuga á að kafa djúpt í tölvumál, þeir vilja einfaldlega hafa tækifæri til að lesa þann texta sem vill án þess að þurfa að verja miklum tíma við að læra á tækjabúnaðinn. Þetta er akkúrat það sem músin býður upp á. Prentaður texti er settur á borð, músin er tengd við sjónvarpið og svo er hún lögð ofan á prentaða textann og myndin birtist stækkuð á sjónvarpsskjánum.  Þessi tegund af lestæki er að sjálfsögðu ekki með sömu möguleika eins og þau tæki sem eru með sjálfstæðan tölvuskjá (CCTV), Sjónstöðin hefur um árabil úthlutað þannig lestækjum. Í þeim er útprentaði textinn settur undir skjáinn í lestækinu og stækkaða myndin birtist þar. Þá er einnig hægt að velja um ýmsa litamöguleika, til dæmis gulur texti á svörtum grunni og fleira í þeim dúr. Slík lestæki eru mun dýrari og talsvert fyrirferðarmeiri, eins og gefur að skilja, og þess vegna ekki raunhæf lausn fyrir alla. En Sjónstöðin hefur, sökum skorts á fjármagni, ekki alltaf haft möguleika á að úthluta búnaði til allra sem óska eftir því. Búast má við að hlutfall sjónskertra einstaklinga hér á landi fari hækkandi á næstkomandi árum, meðal annars vegna þeirrar einföldu staðreyndar að fólk nærri hærri aldri nú en áður. Við þurfum því að hafa fleiri en eina lausn þegar rætt er um raftækjabúnað sem býður upp á skjástækkun.  

Mono-Músin er kærkomin viðbót við þessa flóru af tækjabúnaði. Í fyrstu tóku sjóntækjafræðingar í Englandi músinni fagnandi vegna þess hve hagkvæm hún var í innkaupum, en nú hefur viðhorfið breyst. Staðreyndin er sú að Mono-Músin býður upp á mjög skýra skjástækkun og það er einfaldlega bónus hversu hagkvæm hún er í samanburði við stóru CCTV lestækin.

Mynd: BigReaderBierley fyrirtækið hefur bætt fleiri vörutegundum við framleiðslulínu sína, sem dæmi má nefna í því sambandi BigReader. BigReader er í raun Mono-Músin sem búið er að tengja við sautján tommu skjá í stað sjónvarps. Hugmyndin var sú að geta boðið, sem dæmi, söfnum upp á hagkvæma leið til að þjónusta sína notendur sem þurfa að kljást við sjónskerðingu. BigReader er þá settur upp þar sem bæklingar og annað lesefni er í boði svo að allir þeir sem heimsækja safnið hafi jafnan kost á að kynna sér nánar hvað er þar í boði. En Mono-Músin er alltaf langvinsælasta varan hjá Bierley, sem þarf ekki að koma á óvart. Hægt er að kaupa Mono-Músina hjá Örtækni, www.ortaekni.is og nánari upplýsingar um Mono-Músina er hægt að nálgast á heimasíðu Bierley: www.bierley.com  Kveðja, tölvupúkinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband