Föstudagur, 31. ágúst 2007
Of mikið af vandamálum
Nú hef ég keyrt Internet Explorer 7 í talsverðan tíma og því miður hefur sú reynsla ekki verið eins góð og ég vonaði. Það eru alltaf ný vandamál að skjóta upp kollinum. Hafa ber í huga að ég er ekki að keyra IE 7 aðeins á einni vél. Ef það eru ekki lykilorð sem IE 7 skyndilega gleymir þá er það Flash sem virkar ekki. Ég uppfæri Flash af Adobe síðunni og daginn eftir er það sama sagan, Flash virkar ekki. Ég hef keyrt IE 7 á XP og Vista vélum og ég get ekki með nokkru móti komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé skárri vafri en IE 6. Firefox er fljótari og miklu áreiðanlegri. Það getur vel verið að fullt fólki segi: "Ég hefði nú getað sagt þér þetta... og svo framvegis..." Málið er bara að ekki allir skjálesarar eru farnir að styðja Firefox. JAWS styður hann og Window Eyes líka ef ég man rétt en ekki Dolphin vörurnar ennþá. Mig grunar nú samt að það sé stutt í að stuðningurinn komi þar. Í öllu falli, ég nota IE 7 einungis vegna þess að Dolphin vörurnar styðja ekkert annað. Á öðrum vélum dytti mér ekki til hugar að nota neitt annað en Firefox.
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt 4.9.2007 kl. 16:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.