Open Office, aðgengi og skjálesarar

Hef verið að kynna mér Open Office undanfarið. Einfaldlega vegna þess að fleiri og fleiri nýta sér nú þennan öfluga hugbúnaðarpakka. Open Office er frír hugbúnaður sem hægt er að niðurhala af heimasíðunni: www.openoffice.org

Open Office er valkostur við Microsoft Office hugbúnaðar pakkann, s.s. Word, Excel osf.

Ég hef svo sem notað Open Office í nokkurn tíma en aldrei eins markvisst eins og núna. Ástæðan er mjög einföld, mig vantaði danskan villupúka og ég var ekki tilbúinn til að greiða fyrir hann. Danski villupúkinn er innbyggður í Open Office, þess vegna var það afar praktískt fyrir mig. 

En hvernig er með aðgengileika fyrir skjálesara og skjástækkunarforrit ? Í mjög stuttu máli þá eru bretarnir ekkert komnir inn í þessar pælingar. Í upplýsingum frá Open Office kemur fram að útgáfur 6 og 7 af JAWS eigi að virka í stórum dráttum með Open Office og að flest allar útgáfur af Zoomtext eigi einnig að virka, en þá er átt við bæði skjástækkun og skjálestur í Zoomtext. Ekkert er talað um Dolphin hugbúnaðinn. Ég er núna staddur í Danmörku og verð hér næstu þrjú árin. Í næstu viku byrja ég að vinna hjá danskri Sjónstöð og hef fengið mjög skýr fyrirmæli um að Dolphin hugbúnaður sé ekki álitinn valkostur hér. Á meðan eru bæði Svíar og Norðmenn talsvert mikið að notfæra sér Dolphin vörur sem og náttúrulega Íslendingar. Svona er þetta nú breytilegt milli landa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta blogg fer sko rakleitt í fav !!! takk fyrir þetta.

Sævar Einarsson, 16.10.2007 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband