JAWS beta 9 útgáfan og Gmail pósturinn

Þeir notendur JAWS hugbúnaðarins sem eru að keyra útgáfu 8 geta tekið þátt í beta prófunum á JAWS 9. En þá útgáfu er hægt að sækja á eftirfarandi tengli: Sækja beta 9 útgáfu af JAWS 

Ýmislegt nýtt er að finna í nýju útgáfunni sem hægt er að lesa um á sama tengli. Rakst á grein um betri stuðning við Gmail tölvupóstþjónustuna meðal annars. Þó nokkrir notendur skjálestrar hugbúnaðar eru farnir að notfæra sér Gmail póstinn og þeir hinir sömu hafa líklega rekið sig á meldingu sem kemur upp á síðunni um að notendur skjálesara kunni fremur að kjósa klassíska HTML uppsetningu á síðunni til að vinna með vefsíðuna gangi betur. Þessi melding kemur upp þrátt fyrir að notuð sé nýja beta útgáfan af JAWS 9, en óhætt er að hunsa hana og notast við almennt viðmót á síðunni því hún á nú að virka fínt.

Fyrir þá  sem eru  ekki að keyra  nýju  beta útgáfuna, þá rakst ég á leiðbeiningar, að vísu á ensku, um hvernig skal vinna með HTML viðmótið á síðunni. Þær leiðbeiningar er hægt að lesa á eftirfarandi tengli: Lesa leiðbeiningar, á ensku, um Gmail póstinn með HTML viðmóti

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband