Sunnudagur, 9. desember 2007
Vonandi skánar Vista stýrikerfið eitthvað við þetta
Nú er Microsoft fljótlega að senda frá sér Service Pack 1 fyrir Windows Vista, mér til mikillar ánægju. Eins og ég hef sagt frá áður þá hef ég keyrt Windows Vista frá því um áramótin og hef að mörgu leyti orðið fyrir vonbrigðum. En þau atriði sem hafa farið mest í taugarnar á mér eru:
1. Hraðinn: Vista er talsvert lengur að vinna en XP, til dæmis bara að fara í "Hibernation" þegar þú lokar skjánum á ferðatölvunni og svo að ræsa aftur stýrikerfinu þegar þú opnar skjáinn. Þessi aðgerð tekur of langan tíma, að mér finnst. En það er fleira sem vinnur of hægt. Rétt að taka fram að ég er með nýlega vél sem er talsvert spræk.
2. Þráðlaus netvandamál: Þau löguðust hjá mér síðla sumars með nýjum driver fyrir netkortið mitt frá HP. Fram að þeim tíma þurfti ég alltaf að endurræsa vélinni ef ég ætlaði að koma mér í samband við netið eftir að hafa farið í "Hibernation" ham.
3. Reklar fyrir hin ýmsu tæki og meira af þeim: Það er það sem vantar nokkuð upp á...............
svona væri hægt að halda áfram hvað upptalningu á ókostum í Vista varðar, en nú á þetta allt að vera á bak og burt fljótlega. Jú, sjáðu til Service Pack-inn á nefnilega að laga allt þetta, meðal annars. Hægt er að lesa nánar um hvað er að finna í þessum Service Pack á þessari slóð: http://technet2.microsoft.com/windowsvista/en/library/417467e7-7845-46d4-85f1-dd471fbc0de91033.mspx?mfr=true
Það er rétt að hafa í huga að mér sýnist þessi síða vera sett upp sem rammar, (s.s. síðan sem tengillinn vísar á) Við þurfum að færa okkur á milli rammanna til að geta lesið síðuna með skjálesara, því að í vinstri rammanum er ekkert nema efnisyfirlit og það samanstendur af tenglum. Við færum okkur á milli ramma í Dolphin forritum með því að styðja á: CAPSLOCK og 3, ath ekki þrír á númeríska lyklaborðinu. Með því að styðja á þessa lykla, þá köllum við fram lítinn glugga og í þessum glugga erum við staðsett í lóðréttum lista þar sem við færum okkur upp og niður með örvalyklum til að velja milli atriða. Við veljum þann ramma, "frame" sem við viljum staðsetja okkur í og styðjum svo á Enter. Þar með erum við flutt þangað á síðunni.
Ég vona svo sannarlega að þessi Service Pack eigi eftir að hafa jafn jákvæð áhrif á stýrikerfið og efni standa til, en það verður víst bara tíminn að leiða í ljós. Enn frekari upplýsingar um Service Pack 1 fyrir Vista er líka hægt að lesa hér á þessari slóð: http://technet2.microsoft.com/WindowsVista/en/library/005f921e-f706-401e-abb5-eec42ea0a03e1033.mspx?mfr=true en þetta er líklega ramma, "frames" heimasíða líka.
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.