Útgáfa 8.03 af Dolphin hugbúnaði á svipuðum tíma og SP1 fyrir Vista

Eins og einhverjir vita þá kom út í desember sl. Release Candidate 1 af Service Pack 1 fyrir Windows Vista. Dophin Computer Access hefur unnið náið með Microsoft, sökum þessa, og vilja meina að þær breytingar sem séu í farvatninu í Vista stýrikerfinu snúi aðallega að stöðugleika og skilvirkni Vista stýrikerfisins. Svo sem ekkert fréttnæmt við það í sjálfu sér, ekki veitir af segi ég nú bara.

Búast má við að Supernova 8.03 útgáfan, sem er smíðuð með SP1 í huga, fari í beta prófanir fljótlega hjá prófunarhóp Dolphin. Þessi 8.03 útgáfa verður síðan niðurhalanleg sem frí uppfærsla á Dolphin hugbúnaðinn hjá þeim notendum sem eru með 8.x útgáfu uppsetta á sinni tölvu. En þetta á líka við um HAL 8.x útgáfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband