Supernova, útgáfa 8, að verða tilbúin á íslensku

Fyrir ekki löngu síðan kom á markað útgáfa 8 af Dolphin vörunum, Hal, Supernova, Lunar og fleirum. Útgáfa 8 býður upp á stuðning við Windows Vista en aðrar nýjungar er ekki að finna í þessari útgáfu frá því í útgáfu 7.03. Í vetur hyggjast Dolphin menn koma með fleiri nýjungar, en ekki er búið að tilkynna formlega hverjar þær verða ennþá. Ég hef verið að bíða eftir útgáfu 8 til að geta prófað hana almennilega á Windows Vista, en íslenska viðmótið hefur ekki verið tilbúið fyrr en nú. Rakst á það á Dolphin vefnum í kvöld að útgáfa 8 er nú niðurhalanleg til 30 daga prófunar, þannig að það má búast við því að þeir hjá Örtækni verði komnir með hana til sölu fljótlega. Ég er búinn að sækja mér eintak sem ég fer að skoða á næstu dögum, á meðan ég bíð þolinmóður eftir að fá eintak hjá Örtækni. Allavega svona tiltölulega þolinmóður. Datt í hug að skella hérna inn upplýsingum um þann vélbúnað sem mælt er með að Supernova 8.01 keyri á þegar unnið er á Windows Vista stýrikerfinu. En Dolpin segir svo á heimasíðu sinni: Vélbúnaðar kröfur þær sem fjallað er um hér að neðan skulu aðeins notaðar sem viðmið. Hin eiginlega virkni hugbúnaðarins á þeirri tölvu sem hann er settur upp á getur verið breytileg eftir því hvaða samsetning á vélbúnaði er á tölvunni sem og einnig hvaða annar hugbúnaður er settur upp á henni. En þeir mæla sum sé með eftirfarandi:

Allur vélbúnaður þarf að vera í samræmi við The Microsoft Hardware Compatibility List (HCL) fyrir Windows Vista. Lausalega þýtt myndi þetta útleggjast sem listi yfir þann vélbúnað sem að Microsoft samþykkir fyrir þessa tegund af stýrikerfi, en við erum að tala um Windows Vista. Þennan lista má nálgast á eftirfarandi vefslóð: http://winqual.microsoft.com/HCL

Fyrir Windows Vista stýrikerfi sem á að keyra Supernova 8 er mælt með:

Örgjörvi - Intel Core 2 Duo, 2.1Ghz eða Intel Pentium D 925 örgjörvi 3.0Ghz, Intel Centrino Duo Mobile 1.66 eða AMD Athlon 64 x2 Dual Core örgjörvi 3600+ eða sambærrilegur eða jafnvel stærri.

Minni - 1Gb eða meira.

Skjákort - AGP, PCI Express eða PCI kort með 256mb eða meira minni.

Hljóðkort - innbyggt eða sjálfstætt, skiptir ekki máli.

Harður diskur - 500mb af lausu plássi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og þá er að snarast í Rögguna, sem væntanlega er þarna innifalin og ganga úr skugga um hvort hún sé gölluð þar eða gallalaus!veist það kannski nú þegar?

Magnús Geir Guðmundsson, 24.8.2007 kl. 22:12

2 Smámynd: Sjónstöð Íslands

Þessi útgáfa sem ég niðurhalaði var ekki með Röggu innanborðs þrátt fyrir að vera með íslenskt viðmót á stjórnborðinu. Því miður. Enn eru ekki komin svör varðandi statusinn á Röggu.

Sjónstöð Íslands, 28.8.2007 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband