Góðar fréttir

Á heimasíðu Örtækni, www.ortaekni.is , er að finna eftirfarandi frétt:

"Talgervillinn Ragga endurbættur

Samkvæmt upplýsingum sem við höfum frá framleiðendum Röggu, er búið að fínstilla talgervilinn. Þegar Ragga kom á markaðinn hljómaði hún ekki eins vel og menn áttu von á. Málið var að það vantaði smá fínstillingu á talgervilinn og á að vera búið að lagfæra það.

Við erum að bíða eftir að fá sýnishorn af lagfærðri Röggu og ætti það að koma fljótlega. Allir sem eru með Röggu fá uppfærslu án endurgjalds."

Þetta eru frábærar fréttir, hlakka til að fá  að prófa nýja eintakið af Röggu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnþór Helgason

Mér skilst að þeir Dolphin-menn hafi verið mjög óánægðir með það hvernig staðið var að framleiðslu Röggu. Talgervillinn var fyrst og fremst gerður fyrir einhver konar netþjóna en ekki hugað að einmenningstölvum enda oru engir hafðir með í ráðum. En slíkar talvélar á að vera hægt að færa á milli ólíkra stýrikerfa eins og best sést með Snorra.

Það er þó öllu verra að Ragga hefur ekki verið prófuð af notendum í ritvinnsluumhverfi. Þá kemur stundum ýmislegt skondið í ljós. En gefum stelpuskarninu tækifæri.

Arnþór Helgason, 17.9.2007 kl. 20:44

2 Smámynd: Sjónstöð Íslands

Það er einmitt málið Arnþór, við verðum einfaldlega að gefa henni tækifæri.

Sjónstöð Íslands, 18.9.2007 kl. 11:30

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En mikið lifandi ósköp hefur tekið langan tíma að fínpússa þessa "litlu stillingu" ef það reynist meinið og svo hljómar það bara fyndið ef þetta er virkilega rétt hjá Arnþóri, að hönnun gervilsins hefur ekki tekið mið af beinum stýrikerfisstuðningi MS Windows t.d. í einkatölvunm heldur einhverjum sérhæfðum "serverum", ja, þá hefur einhver "heilinn bilað" í einhverri "Manntölvunni"! (Skjáborð, örgjörvi og minni allt saman farið í klessu haha!)

Magnús Geir Guðmundsson, 18.9.2007 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband