Dönsku blindrasamtökin - Windows Vista og Office 2007

Dansk Blindsamfund hefur formlega tilkynnt sjónstöðvum í Danmörku að þeir hvetji þær til að fresta uppsetningu á Windows Vista og Office 2007 á nýjum tölvum sem úthlutað er til skjólstæðinga. En í Danmörku er fyrirkomulagið þannig að skjólstæðingar sjónstöðva fá úthlutuðum tölvum með hugbúnaði en ekki bara hugbúnaðinum sjálfum. En þá er átt við skjálesara og/eða skjástækkunarbúnaði. Samtökin lýsa yfir áhyggjum sínum á þeim villum sem hafa skotið upp kollinum í Windows Vista sem og einnig því breytta notendaviðmóti sem er á Office 2007 pakkanum.

Windows Vista verður staðfært yfir á dönsku á næsta ári, líklega á öðrum ársfjórðungi. Danir ætla að nota þann tíma til að gera alla kennara klára þannig að þeir séu vel undirbúnir breytta viðmótinu og séu vel að sér í notkun á nýja hugbúnaðinum frá Microsoft. Mér leikur forvitini á að vita hvenær Windows Vista og Office 2007 verður í boði á íslensku ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessaður!

Lognaðist þetta ekki bara útaf eftir að stýrikerfið var einu sinni íslenskað? (man nú ekkert hvaða útgáfa það var, 2000 kannski?)

Þekki ekki nokkurn mann sem er með íslenskuna á sinni vél!

Geri því ekki ráð fyrir að þessi þýðing verði nokkurn tíma gerð!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.10.2007 kl. 00:23

2 Smámynd: Sjónstöð Íslands

Nei, þetta lognaðist alls ekki út af. Það eru talsvert margir sem vilja hafa íslenskt viðmót á sínum XP vélum, talsvert margir sem ég þekki persónulega líka.

Sjónstöð Íslands, 31.10.2007 kl. 05:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband