Fimmtudagur, 29. nóvember 2007
Textaloud - að vista skjöl sem mp3 skrár
Las um þetta forrit núna um daginn, Textaloud. TextAloud MP3 breytir texta, eða gerir þér kleift að vista texta sem .mp3 skrár. Það er sem sagt innbyggður talgervill í forritinu + skjálesari sem les textann upp og þann lestur er síðan hægt að vista sem .mp3 skrá. Þetta er hægt að gera við .pdf skrár, ef þær eru á annað borð aðgengilegar skjálesara, við tölvupóstinn, word skjöl osf. Þannig að þú gætir tekið fullt af texta efni sem þú átt eftir að lesa, vistað það sem .mp3 og skellt því síðan inn í iPod-inn eða sambærilegt tæki og hlustað á efnið þar sem þér passar. Gæti verið nokkuð sniðugt, en eins og með svo margt annað þá er ekki íslenskur talgervill í boði með þessari græju, aðeins erlendir talgervlar.
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
Blessaður sérfræðingur!
Hljómar forvitnilega fyrir tækniáhugamenn.
En hvað skildi þér finnast um breytingarnar á þessum moggavef? Ekki beinlínis í hag blindra sem blogga sýnist mér!?
Kannski efni í línur fyrir þig?
Magnús Geir Guðmundsson, 30.11.2007 kl. 09:06
Blessaður Meistari!
Er að skoða þessar breytingar á Moggavefnum, förum yfir málið eftir helgi.
Sjónstöð Íslands, 1.12.2007 kl. 05:39
Auðlesinn Mbl er viðleitni moggans til að bjóða upp á aðgengilega fréttasíðu, en eins og við öll vitum þá eru engin vandamál þar. Ég held að það væri best að "mogginn" sjálfur svaraði þessari spurningu Maggi. "Var aðgengi haft að leiðarljósi í endurhönnun á heimasíðu Morgunblaðsins eða mun mogginn halda áfram að benda á Auðlesinn Mbl sem sína útgáfu af aðgengilegri heimasíðu ? Auðlesinn MBL er vissulega aðgengileg, á því leikur ekki nokkur vafi. Aldrei er góð vísa of oft kveðin, segir einhvers staðar. Með það í huga, þá hefði ég nú haldið að í nútíma upplýsinga samfélagi þá væri öllum það ljóst hversu miklu máli það skiptir að hafa aðgengilegar heimasíður. Þetta eru engar nýjar fréttir, fyrirtækið Sjá hefur um langt skeið haldið þessari umræðu á lofti. En eins og ég sagði áðan, hvað segir "mogginn" sjálfur ?? Eða kannski les hann ekki þetta litla blogg <bros>
Sjónstöð Íslands, 4.12.2007 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.